Þriðjudagur, 22. júní 2021 21:56 |
Ásgeir Sigurgeirsson, skotíþróttamaður úr Skotfélagi Reykjavíkur, hefur unnið sér inn kvótapláss á Ólympíuleikana í Tókýó í loftskammbyssukeppni karla.
Alþjóðaskotíþróttasambandið hefur lokið úthlutun á kvótasætum og hlaut Ísland kvótapláss í loftskammbyssukeppni karla. Ásgeir hefur áður keppt á leikunum en hann keppti á Ólympíuleikunum í London 2012, þá bæði í frjálsri skammbyssu og loftskammbyssu. Keppt verður í greininni fyrsta keppnisdag leikanna, laugardaginn 24. júlí og verður Ásgeir því, að öllum líkindum, sá fyrsti úr íslenska hópnum til að keppa Ólympíuleikunum í Tókýó.
Anton Sveinn Mckee hefur náð Ólympíulágmarki í 200m bringusundi og auk hans mun að lágmarki ein íslensk kona keppa í sundi. Í frjálsíþróttum mun Ísland eiga að lágmarki einn keppanda, en væntanlega mun fleira frjálsíþróttafólk fá keppnisrétt á leikana.
Í mörgum íþróttagreinum er tækifæri fram að 29. júní til að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum, auk þess sem að alþjóðasérsambönd eru að endurúthluta kvótasætum samkvæmt stöðu á heimslistum. Alþjóðasérsamböndin gefa út endanlega lista í byrjun júlí. Endanlegur fjöldi keppenda Íslands á Ólympíuleikunum í Tókýó og jafnframt nafnalisti keppenda verður því ekki tilbúinn fyrr en í fyrstu viku júlí mánaðar.
|
|
Þriðjudagur, 22. júní 2021 19:24 |
Opið á Álfsnesi á morgun miðvikudag 16-19
|
Fimmtudagur, 17. júní 2021 12:57 |
Við fögnum þjóðhátiðardeginum með því að hafa opið á Álfsnesinu í dag til kl.19:00 !!
|
Laugardagur, 12. júní 2021 17:07 |
Staðan eftir fyrri daginn er þannig að Jakob Þ. Leifsson úr SFS er efstur með 68 stig, G.Bragi Magnússon úr SA og Hákon Þ.Svavarsson úr SFS eru jafnir með 67 stig. Í kvennaflokki er María R.Arnfinnsdóttir úr SÍH efst með 59 stig, Helga Jóhannsdóttir úr SÍH er önnur með 53 stig og Dagný H. Hinriksdóttir úr SR 3ja með 50 stig. Keppni heldur áfram í fyrramálið og hefst kl.10:00. Skotnir verða þá 2 hringir og svo eru finalar í bæði karla og kvennaflokki. Þeir gætu hafist um kl.14:30
|
Þriðjudagur, 08. júní 2021 09:07 |
Hérna er riðlaskipting Landsmóts STÍ í Skeet sem haldið verður á Álfsnesi um helgina. Lokað verður á haglavöllunum á laugardaginn en opið á riffilsvæðinu.
Við viljum minna keppendur á að ALGJÖRT BLÝBANN er á svæðinu og því eingöngu leyfð notkun stálskota..
Keppnisæfingar verða á föstudaginn kl.12-19
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 34 af 293 |