Reykjavíkurleikarnir-Íþróttahátíð í Reykjavík 21.-31.jan Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 15. janúar 2016 15:54

Fréttatilkynning frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur

Reykjavíkurleikarnir - Íþróttahátíð í Reykjavík 21.-31.janúar

Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir fara fram í níunda sinn dagana 21.-31.janúar næstkomandi. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík ásamt dyggum samstarfsaðilum sem standa að leikunum.

Reykjavíkurleikarnir eru mikil íþróttahátíð þar sem keppt er í 22 einstaklingsíþróttagreinum. Flestir mótshlutarnir fara fram í Laugardalnum og nágrenni hans. Keppnin skiptist niður á tvær mótshelgar en einnig er ráðstefna um afreksíþróttir hluti af dagskránni. Hér á heimasíðu leikanna má finna lista yfir íþróttagreinar og dagskrá: http://rig.is/schedule Hér má finna upplýsingar um ráðstefnuna: http://rig.is/index.php/lectures-100

Reiknað er með að á fimmta hundrað erlendra gesta komi á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikana í ár ásamt um 2.000 íslenskum íþróttamönnum. Margt af besta íþróttafólki okkar Íslendinga verður á meðal þátttakenda. Má þar nefna sundkonuna og íþróttamann ársins Eyglóu Ósk Gústafsdóttur, frjálsíþróttakonurnar Anítu Hinriksdóttur og Hafdísi Sigurðardóttur og Ólympíufarana Þormóð Jónsson júdókappa og Ásgeir Sigurgeirsson skotíþróttamann. Einnig eru margir mjög sterkir erlendir keppendur væntanlegir til landsins vegna leikanna í ýmsum greinum eins og t.d. Mie Østergaard Nielsen, Evrópu- og heimsmeistari í sundi, og Dwain Chambers, sem hefur unnið til fjölda verðlauna á heims og Evrópumótum.

RÚV verður með ellefu útsendingar og samantektarþætti um leikana.

Hvetjum fólk til að merkja við í dagatalið og búa sig undir skemmtilega íþróttahátíð.

Upplýsingar um Reykjavíkurleikana má finna á eftirfarandi miðlum:

Upplýsingasíða á ensku www.rig.is

Miðasala á midi.is

Facebook

Twitter

Instagram

Youtube

AddThis Social Bookmark Button