Þriðjudagur, 30. apríl 2013 19:56 |
Fimmtudaginn 2.maí verður Christensen-mótið haldið í Egilshöllinni. Keppendur geta hafið keppni á tímabilinu frá kl.16:00 til 20:00. Keppt er í opnum flokki í loftriffli og loftskammbyssu, 60 skot. Við hvetjum alla til að mæta. Christensen fjölskyldan gefur verðlaun til minningar um Hans P. Christensen sem lést um aldur fram 18.febrúar 1997. Hann var mikill SR maður og var jafnvígur á allar byssur. Hann var ritari stjórnar er hann lést af slysförum á Nýja-Sjálandi. /gkg
|