Laugardagur, 04. maí 2013 16:51 |
Þá er fyrri degi lokið á Vormóti SR í Bench Rest skofimi með rifflum á 200 metra færi. Á morgun verður svo keppt á 300 metra færinu. Keppt er með s.k. Heavy Varmint riffllum í grúppu. Eftir daginn er Íslandsmeistarinn Valdimar Long efstur með meðal grúppu 0,3657, annar er Hjörleifur Hilmarsson með 0,4410 og þriðji Bergur Arthursson með 0,4872. Skoða má skorin nánar hérna. Myndir sem Halldór Nikulásson tók eru hérna. /gkg
|