Laugardagur, 25. maí 2013 08:31 |
Á heimbikarmótinu sem haldið er í München, Þýskalandi þessa dagana, keppti Ásgeir Sigurgeirsson í undanrásum í Frjálsri skammbyssu í morgun og komst áfram með glæsibrag. Hann skoraði 554 stig og varð í 10.sæti af 44 sem tóku þátt í fyrri riðlinum. Seinni riðillinn hefst núna kl.09:15 og eru þar aðrir 50 keppendur. Aðalkeppnin hefst svo í fyrramálið kl. 06:15 að okkar tíma.
|