Þriðjudagur, 17. desember 2013 21:52 |
Tilkynnt verður um val á Íþróttamanni Reykjavíkur í 35. sinn miðvikudaginn 18. desember næstkomandi. Í tilefni dagsins standa ÍBR og ÍTR
saman að mótttöku í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl.16:00 þangað sem tilnefndum íþróttamönnum, íþróttafélögum og aðstandendum þeirra er boðið. Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur er tilnefndur að þessu sinni.
Að þessu sinni verða Íþróttamenn Reykjavíkur fleiri en einn því í ár verða í fyrsta sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur auk þess sem lið ársins verður valið. Sjö lið verða verðlaunuð og verður eitt þeirra útnefnt Íþróttalið Reykjavíkur 2013. Tólf einstaklingar verða einnig verðlaunaðir og einn útnefndur Íþróttakarl Reykjavíkur og ein Íþróttakona Reykjavíkur 2013. Árangur reykvísks íþróttafólks var sérstaklega góður á árinu sem er að líða og var valið því erfitt hjá stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur.
|