Mánudagur, 13. janúar 2014 16:07 |
Silúettuæfingar með stórum skammbyssum eru að hefjast. Fyrst um sinn verða þær seinnipartinn á laugardögum og verður fyrsta æfing á laugardaginn kemur kl.14 - 16. Félagsmenn eru allir velkomnir að taka þátt en þið verðið að taka með ykkur byssur sjálf. Yfirleitt eru notaðar rúllur í t.d. cal.357 þar sem skotið er útá allt að 100 metra færi. Æfingastjóri verður Eiríkur Björnsson og mun hann örugglega taka vel á móti ykkur á fyrstu æfingar. Þessar æfingar hafa forgang á æfingatíma.
|