Föstudagur, 14. mars 2014 13:52 |
Þau ánægjulegu tíðindi bárust okkur í dag að unglingameistarinn í haglabyssu Skeet, Sigurður Unnar Hauksson frá Húsavík, hefði gengið frá félagaskiptum yfir í okkar félag í dag. Siddi er nú þegar í hópi bestu skotmanna landsins og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í hópinn. Hann mun styrkja keppnishópinn okkar og verður gaman að fylgjast með honum í sumar.
|