Sunnudagur, 11. maí 2014 16:51 |
Um næstu helgi fara fram tvö landsmót hjá okkur. Í Egilshöllinni er mót í Grófri skammbyssu á laugardaginn. Á Álfsnesi er mót í haglabyssu-skeet á laugardag og sunnudag. Skráningu á þessi mót lýkur á ÞRIÐJUDAGINN og þurfa skráningar að berast á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
.
Einnig er Grafarvogsdagurinn á sunnudaginn og er þá opið hús hjá okkur í Egilshöllinni þar sem gestir geta fengið að prófa loftriffla. Yngri en 15 ára geta því miður ekki fengið að prófa en 15-18 ára með heimild foreldra.
Félagsmót í BR50 riffli er á sunnudeginum á Álfsnesi sem hefst kl.10:00 og er skráning á staðnum.
|