Laugardagur, 17. maí 2014 08:04 |
Grafarvogsdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag í þessu stóra hverfi í Reykjavík. ýmsar uppákomur verða í tilefni dagsins um allt hverfið. Við munum að sjálfsögðu taka þátt í honum og verðum með opið fyrir almenning í æfingahúsnæði félagsins í Egilshöllinni. Almenningi gefst þar kostur á að prófa keppnisloftriffla félagsins undir styrkri leiðsögn leiðbeinenda okkar. Opið verður kl. 15-17 í dag.
|