Úrtökumót fyrir Smáþjóðaleikana Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 27. apríl 2015 16:27

sigunnhauks01 003Fyrra úrtökumótið fyrir Smáþjóðaleikana í vor, í haglabyssugreininni Skeet, fór fram á Álfsnesi á laugardaginn. Efstir og jafnir voru Örn Valdimarsson og Sigurður Unnar hauksson, en báðir keppa þeir fyrir Skotfélag Reykjavíkur, með 110 stig, í þriðja sæti var Guðmann Jónasson úr Skotfélaginu Markviss með 100 stig. Í fjórða sæti Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar, fimmti Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 97 stig og sjötti varð Kjartan Örn Kjartansson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 90 stig. Um næstu helgi fer svo fram Landsmót STÍ á Álfsnesi og ræðst þar hvaða tveir skotmenn keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum í júní.

AddThis Social Bookmark Button