Laugardagur, 08. ágúst 2015 21:45 |
Á Íslandsmótinu í haglabyssugreininni SKEET sem haldið er á Akureyri um helgina, sigraði Snjólaug M. Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss á Blönduósi í kvennaflokki. Í öðru sæti varð Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar og í þriðja sæti hafnaði Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur. Þess má geta að þær stöllur halda til keppni á kvennamótinu Ladies Grand Prix sem haldið er árlega og verður þetta árið haldið á Álandseyjum dagana 19.-22.ágúst.
|