Laugardagur, 07. nóvember 2015 19:11 |
Á landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöllinni í dag sigraði Kolbeinn Björgvinsson með 484 stig, Jórunn Harðardóttir varð önnur með 471 stig og Jón Á. Þórisson þriðji með 462 stig. Þau koma öll úr Skotfélagi Reykjavíkur. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur og B-sveitin varð í öðru sæti.
|