Fimmtudagur, 25. febrúar 2016 10:57 |
Evrópumeistaramótið í loftbyssugreinunum stendur nú yfir í Györ í Ungverjalandi. Við eigum þar tvo keppendur, þau Ásgeir Sigurgeirsson og Jórunni Harðardóttur en þau keppa bæði í loftskammbyssu. Ásgeir keppir á morgun föstudag og Jórunn á laugardaginn. Auk þess munu þau keppa í parakeppni á laugardeginum. Hægt er að fylgjast með á heimasíðu Skotsambands Evrópu, ESC.
|