Skotsvæðið á Álfsnesi vel sótt Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 01. október 2016 17:54

Það eru allir hjartanlega velkomnir á skotsvæðin hjá Skotfélagi Reykjavíkur. Skotfélag Reykjavíkur er með starfsemi á Álfsnesi, undir Esjuhlíðum, og í Egilshöllinni í Grafarvogi.

Í dag (laugardaginn 1. október) var mikið um að vera á haglabyssuvöllunum hjá okkur en það er greinilegt að þeir sem hyggja á rjúpnaveiðar eru byrjaðir að hita sig upp fyrir komandi rjúpnavertíðSmile

Til gamans má geta þess að rjúpnaveiðitímabilið í ár er 12 dagar sem skiptast á fjórar helgar, þ.e. síðustu helgina í október og fyrstu þrjár í nóvember:
Föstudaginn 28. október til sunnudags 30. október. 3 dagar.
Föstudaginn 4. nóvember til sunnudags 6. nóvember. 3 dagar.
Föstudaginn 11. nóvember til sunnudags 13. nóvember. 3 dagar.
Föstudaginn 18. nóvember til sunnudags 20. nóvember. 3 dagar.

Sjá nánar á http://ust.is/einstaklingar/veidi/veiditimabil/

Það verður opið hjá okkur á Álfsnesi í sérstakri rjúpnaopnun dagana fyrir fyrstu helgina sem rjúpnaveiðar eru leyfilegar SmileHvetjum sem flesta til að koma að æfa sigSmile

Sjá nánar http://sr.is/opnunartimar

Góða skemmtun...

2016fedgaralfsens.jpg

Þessir yndislegu feðgar voru að æfa sig í dag í góðu veðri á ÁlfsnesiSmile

Það eru allir velkomnir til okkar.

AddThis Social Bookmark Button