Íslandsmet í unglingaflokki í gærkvöldi Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 04. maí 2017 07:30

2017christurslit2017christ123ap2017christ123arHið árlega Christensen-mót í loftbyssugreinunum var haldið í gærkvöldi í Egilshöllinni. Keppt er í opnum flokkum í bæði loftskammbyssu og loftriffli, karlar og konur saman og allir skjóta 60 skotum. Eitt Íslandsmet féll en Magnús Guðjón Jensson úr Skotdeild Keflavíkur náði 513,4 stigum og bætti þar með Íslandsmetið í unglingaflokki í loftriffli. Annars sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR í loftriffli með 599,9 stig, í öðru sæti varð Bára Einarsdóttir úr SFK með 558,8 stig og í 3ja sæti hafnaði Theodór Kjartansson úr SK með 546,3 stig. Í loftskammbyssu sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 582 stig, Jórunn Harðardóttir úr SR varð önnur með 561 stig og í þriðja sæti varð Thomas Viderö úr SFK með 557 stig.

AddThis Social Bookmark Button