Skotfélag Reykjavíkur 150 ára, 2. júní... Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 01. júní 2017 18:34

Skotfélag Reykjavíkur er 150 ára í dag, 2. júní.
Eins og margoft hefur komið fram, er Skotfélag Reykjavíkur elsta íþróttafélag Íslands.
Félagið var stofnað 1867 og starfsemi félagsins hófst við Skothúsveg sama ár, við Tjörnina í Reykjavík.

 

Skothúsvegur er nefndur eftir skothúsi félagsmanna, sem var staðsett u.þ.b. þar sem nú er Tjarnargata 35.
Haldið verður uppá tímamótin í sumar með ýmsum uppákomum, s.s. Reykjavík Open i Skeet (ÓL-keppningrein með haglabyssu), ýmsum kynningum á starfi félagsins osfv.
Hér að neðan er stutt kynning af sögu félagsins frá stofnun þess 1867 til dagsins í dag.

 

Til hamingju með daginn, félagsmenn og velunnarar félagsins...

Sjá nánar sögu félagsins.

AddThis Social Bookmark Button