Föstudagur, 18. ágúst 2017 14:34 |
Um helgina fer fram Reykjavík Open og Bikarmót STÍ í skeet á Álfsnesi.
Skotið verður á einum velli, riðill 1 byrjar kl.10:00, riðill 2 byrjar 5 mínútum eftir að riðill eitt kemur í hús, finall kvenna hefst 30 mín. eftir að seinasti hringur klárast á laugardegi.
Röð riðla og keppenda snýst við á sunnudegi, 1 dómari og 2 línuverðir eru í dómgæslu hverju sinni.
Finalar hefjast 30 mínútum eftir seinasta hring á sunnudegi, fyrst er skotinn finall í Bikarmóti síðan í B-flokki og að lokum í A-flokki.
Verðlaunaafhending verður á sunnudeginum og munu Niccolo Campriani margfladur Ólympíumeistari og Petra Zublasing heimsmeistari veita verðlaunin að loknum úrslitum. Reikna má með að það verði um kl.15:00
|