Miðvikudagur, 06. desember 2017 13:10 |
Skotfélag Reykjavíkur bíður til 150 ára afmælisveislu ÂÂ laugardaginn 9. desember milli 13 og 15 í aðstöðu félagsins í kjallara Egilshallar, Grafarvogi. Boðið verður upp á kaffi og með því en á sama tíma verður í gangi keppni og verðlaunaafhending í enskum riffli (60 skotum liggjandi). Við vonumst eftir að sem flestir félagsmenn og aðrir velunnarar félagsins sjái sér fært að mæta, taki þátt í afmælisfagnaðinum og fagni þessum tímamótum með okkur.
|