Mánudagur, 18. desember 2017 14:03 |
Alþjóða skotíþróttasambandið ISSF var rétt í þessu að tilkynna breytingar í nokkrum kvennagreinum. Breytingarnar eru þessar :
- 10m loftriffill og loftskammbyssa kvenna fer úr 40 skotum í 60 skot
- 50m og 300m þrístöðuriffill fer úr 3x20 skot í 3x40 skot
- Skeet og trap haglabyssa fer úr 75 skífum í 125 skífur
STÍ breytir því mótaskrá vetrarins hér með samkvæmt ofangreindu.
|