Föstudagur, 28. ágúst 2020 11:07 |
Hið árlega SR OPEN (Reykjavik Open) í haglabyssugreininni SKEET verður haldið á Álfsnesi 5.-6.september n.k. Keppt er í opnum flokki, þ.e.karlar, konur og unglingar keppa í sama flokki. Seinni daginn er keppendum skipt í A og B flokk. Keppt verður í final í báðum flokkum. Vegleg verðlaun verða veitt og m.a. dreginn út einn heppinn keppandi sem hlýtur byssu að launum. Dregið verður úr nöfnum keppenda sem eru á staðnum við mótsslit á sunnudeginum. Skráning á mótið er eftir hefðbundnum leiðum hjá hverju félagi og sendist til
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
og
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
fyrir miðnætti á sunnudaginn.
Nýtt: Keppendum verður boðið uppá matarveislu að loknum síðasta hring á laugardeginum um 16:30-17:00 og verðum við með meistarakokk á staðnum sem matreiðir úrvalskjöt að hætti hússins. Passað verður uppá 2ja metra regluna og passað uppá að öllum reglum sé fylgt.Â
|