Hertar reglur á Álfsnesi Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 04. október 2020 11:53

Í framhaldi af hertum reglum Sóttvarnarlæknis mun félagið gera breytingar á iðkun skotfimi á Álfsnesi. Félagsheimilið verður lokað gestum en starfsmenn taka við æfingagjöldum, ráðstafa lúgum á riffilvelli og plássi á haglavöllum við innganginn. Iðkendur þurfa því að bíða í bílum sínum þar til röðin kemur að þeim. Lúgur í riffilhúsi verða opnaðar af starfsmönnum og borð þrifin eftir hvern iðkanda. Önnur hver lúga verður opin.

AddThis Social Bookmark Button