BLÝBANN Á HAGLASVÆÐI Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 15. janúar 2021 09:43

Stjórn félagsins hefur ákveðið að algjört blýbann verði á haglavöllunum á Álfsnesi, þar til annað verður ákveðið. Undanfarin ár hafa haglaskot með stálhöglum verið langmest notuð. Meginástæðan er að þau eru ódýrari heldur en blýskot. Fyrstu árin voru blýskot notuð en svo breyttist það með tímanum og síðustu 8-9 árin hafa stálskotin verið ráðandi enda sýna niðurstöður rannsókna Heilbrigðiseftirlitsins að sú sé raunin á okkar svæði. Afreksmenn okkar hafa verið að nota eitthvað af blýskotum, sérstaklega fyrir mót, því blýskot eru notuð á nánast öllum stórmótum erlendis en stálið notað meira til æfinga. Í starfsleyfi okkar er leyfilegt að nota blýskot en mælst er til þess að notast sé við stálskot eða önnur vistvænni skot en blý. Við vonumst til þess að við getum með þessum hætti komið til móts við gagnrýni á notkun blýskota. Spurning er aftur á móti hvort mengun á okkar svæði sé mikil samanborin við nágranna okkar í Sorpu en stærsta urðunarsvæði landsins er í nágrenninu.

AddThis Social Bookmark Button