Sunnudagur, 05. janúar 2025 08:55 |
Umhverfisstofnun hefur framlengt bráðabirgðastarfsleyfið á Álfsnesi. Leyfið er aðgengilegt hérna. Unnið er að varanlegu starfsleyfi en sú vinna hefur tafist aðeins en það styttist í að auglýst verði drög að nýju starfsleyfi frá Reykjavíkurborg. Þetta þýðir að við getum skipulagt starfið á svæðinu út þetta ár og mun það verða gefið út innan skamms, hvaða mótahald verður á svæðinu. Reiknum við með að allavega verði Íslandsmótið í Skeet haldið um miðjan ágúst og jafnvel Íslandsmótið í Compak Sporting í júlí. Einnig reiknum við með Landsmóti í skeet í júní og á SR Open í Skeet í byrjun september verði samhliða keppt með riffli á Íslandsmóti í Bench Rest skori.Â
|