Fimmtudagur, 10. september 2009 12:03 |
Keppendalistinn á Bikarmótinu á laugardaginn liggur nú fyrir. Keppendur verða 15 talsins en keppt er um titilinn Bikarmeistari STÍ 2009. Keppendur hafa safnað stigum yfir keppnistímabilið en 3 bestu mótin þeirra telja og svo þetta mót. Þeir sem eiga mesta möguleika á að tryggja sér titilinn eru þeir Gunnar Gunnarsson með 45 stig en tveir eru jafnir á hæla hans með 43 stig en það eru Sigurþór Jóhannesson Íslandsmeistari 2009 og Hákon Þ.Svavarsson núverandi bikarmeistari.
|