Lið okkar sigraði á landsmótinu í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 22. maí 2010 21:55
Helsut úrslit á landsmóti STÍ, sem haldið var í dag á svæði félagsins að Álfsnesi, urðu sem hér segir:  Í liðakeppninni sigraði A-lið okkar með þá Gunnar Sigurðsson, Þorgeir M. Þorgeirsson og Einar Einarsson innanborðs. Í flokki unglinga sigraði Óskar R. Karlsson úr SR og í kvennaflokki Margrét Elfa Hjálmarsdóttir einnig úr SR.  Þorgeir M.Þorgeirsson úr SR varð í 3.sæti í einstaklingskeppni karla. Í flokkakeppninni sigraði Þorgeir í 1.flokki, og í öldungaflokki sigraði vonarstjarnan okkar, Gunnar Sigurðsson en ljóst er að hann fær meiri keppni á næstu mótum í Öl-flokknum. Sérslega ánægjulegt var að sjá okkar lið sigra í liðakeppninni en á árum áður voru lið okkar fastagestir í gullverðlaunasætum landsmótanna. Úslit mótsins eru komin á úrslitasíðu STÍ hérna og eins er nóg af myndum hérna. Ef einhverja langar í góð eintök af myndunum þá er einfalt að hringja í framkvæmdastjórann og óska eftir eintaki í tölvupósti. 
AddThis Social Bookmark Button