Sænska meistaramótið Allsvenskan að hefjast Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 16. nóvember 2010 08:03
Sænska loftskammbyssumótið, Allsvenskan Luftpistolserien, er að hefjast. Við tökum nú þátt með fimm 3ja manna liðum eða alls 15 keppendum ! Samtals eru keppendur um 500. Ásgeir Sigurgeirsson sigraði í einstaklingskeppninni í fyrra og stefnir auðvitað að því að verja titil sinn að þessu sinni. Búið er að raða liðunum í riðla. Keppt er í sjö umferðum og tekur hver umferð 14 daga. Fyrsta umferð verður skotin frá 20.nóvember til 5.desember. Skífurnar eru væntanlegar einhvern næstu daga og í framhaldi verða ákveðnir keppnisdagar hjá okkur.
AddThis Social Bookmark Button