Föstudagur, 06. janúar 2012 19:46 |
ÍSÍ tilkynnti í dag styrkveitingar úr Afrekssjóði þess. STÍ fékk úthlutað vegna tveggja skotmana úr Skotfélagi Reykjavíkur. Verkefni vegna Ásgeirs Sigurgeirssonar hlaut 1,240þús kr. styrk og vegna Arnar Valdimarssonar hlaut 760þús.kr. Þetta gerir þeim kleift að keppa við þá bestu á komandi ári og að byggja undir þann árangur sem þeir hafa nú þegar náð. Stjórn SR óskar þessum frábæru fulltrúum félagsins til hamingju með þessa viðurkenningu á árangri þeirra og óskar þeim velfarnaðar á komandi mánuðum á leið þeirra til frekari afreka. /gkg
|