Laugardagur, 14. janúar 2012 08:29 |
Samkvæmt nýju frumvarpi til byssulaga munu nokkrar skotíþróttagreinar detta út á skömmum tíma, þar sem ekki verður leyfilegt að flytja inn byssur í þessar keppnisgreinar.
1. Stöðluð skammbyssa (Standard Pistol 25m cal.22) ISSF grein. Keppt á Heimsmeistaramótum, Evrópumeistaramótum 2. Sport skammbyssa (Sport pistol 25m cal.22) ISSF grein. Keppt á Heimsmeistaramótum, Evrópumeistaramótum og Ólympíuleikum sem kvennagrein. 3. Hrað skammbyssa (Rapd fire pistol 25m cal.22) ISSF grein. Keppt á Heimsmeistaramótum, Evrópumeistaramótum og Ólympíuleikum. 4. Gróf skammbyssa (Centerfire pistol 25m cal.7,65-9,65mm) ISSF grein. Keppt á Heimsmeistaramótum, Evrópumeistaramótum
EKKERT samráð hefur verið haft við skotíþróttahreyfinguna um þessi mál og því greinilegt að málið hefur verið unnið af vankunnáttu þeirra sem um það hafa fjallað. Drögin sem þegar lágu fyrir og voru unnin af nefnd skipuð m.a. fulltrúa STÍ voru ásættanleg að flestu leiti en þarna er bókstaflega skotið yfir markið. Á bann á skotíþróttaiðkendur að hindra smygl glæpamanna á skammbyssum ? Hreint með ólíkindum að spyrða íþróttamenn við glæpaöldu. Þau vopn sem lögregla hefur verið að taka hjá undirheimunum hafa verið nánast eingöngu kylfur og hnífar, og kannski ein og ein afsöguð veiðihaglabyssa. Það er einnig athyglisvert að bera okkur saman við nágrannaþjóðir okkar sem á hafa dunið harmleikir þar sem við sögu koma byssur. Hvorki Norðmenn né Finnar hafa talið boð og bönn komi í veg fyrir slíka harmleiki. Við leyfum okkur að fullyrða að skotíþróttamen geyma sína byssur á öruggum stöðum og hafa ekki verið staðnir að misnotkun þeirra nokkurn tíma !! Lagafrumvarpið má nálgast í heild sinni á heimasíðu Innanríkisráðuneytisins. Við erum hlynnt því að sett séu ströng skilyrði til að eiga hálfsjálfvirk íþróttatæki og vitum að fyrir örfáum vikum lagði Skotíþróttasamband Íslands til breytingar á úthlutunarreglum. Tillögurnar voru sendar til Lögreglunnar í Reykjavík, Ríkislögreglustjóra og Innanríkisráðuneytis. Við vonumst til að ráðherra taki þær til skoðunar og kalli okkur skotíþróttamenn til fundar nú þegar. /gkg
|