Laugardagur, 03. mars 2012 10:14 |
Ráðgert er að halda innanfélagsmót í benchrest laugardaginn 10. mars á Álfsnesi. Skotið verður á 100 metrum "Varmint for score" Sama flokkaskipting verður og notuð var á síðasta Áramóti. Mótið hefst kl 12:00, mætng eigi síðar en kl 11:30. Mótið er eitt af 4 Vetrarmótum SR með þannig fyrirkomulagi að tekin verða 3 bestu úrslit hvers keppanda og samanlagður árangur þeirra lagður saman og þannig fengin úrslit í Vetrarmeistaramóti Skotfélags Reykjavíkur í Benchrest 2012. Lokað verður fyrir aðra starfsemi á riffilvellinum meðan mótið stendur yfir.
Skráning og flokkun riffla á staðnum.
Nánari upplýsingar síðar.
|