Jórunn bætti Íslandsmetið og jafnaði annað !! Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 23. maí 2012 23:14

jorunn akranes2012Jórunn Harðardóttir, Skotfélagi Reykjavíkur, átti stórkostlegan dag á Akranesmótinu í dag. Hún keppti bæði í loftbyssu og loftriffli.
Í loftbyssunni bætti hún Íslandsmetið, án final, 372 stig sem sett var árið 1999 af Kristínu Sigurðardóttur, um 2 stig. Jórunn hefur raunar tvívegis jafnað fyrra metið og gerði það 2009 og 2010. 
Jórunn lét þetta þó ekki duga og var í banastuði í keppninni í loftriffli. Gerði sér lítið fyrir og jafnaði Íslandsmet sem Íris Einarsdóttir setti í febrúar sl. 383 stig
Frábær árangur þetta

AddThis Social Bookmark Button