Föstudagur, 30. nóvember 2012 21:39 |
Einsog ávallt síðustu áratugi er starfsemi á útisvæði félagsins takmarkað yfir vetrartímann. Keppnistímabili útigreina er lokið og hefst það starf ekki fyrr en í vor. Við verðum með opið á laugardögum í allan vetur en minnum skotmenn á að í Egilshöllinni er opið í allan vetur. Við minnum félagsmenn okkar á félaga okkar í nágrannasveitarfélögunum, einsog t.d. í Skotdeild Keflavíkur og í Skotíþróttafélagi Suðurlands ef menn vilja skjóta utan opnunartíma hjá okkur, þó um langan veg sé að fara. Birtu er nú farið að bregða ansi snemma og því virkir dagar birtuskertir og eins eru Sunnudagarnir ekki leyfðir hjá okkur. Hvort við fáum heimild til að nýta Sunnudagana í náinni framtíð er undir Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar komið og ekki tímabært að fjalla um það á þessum vettvangi.
|