Rifflanefnd Skotfélags Reykjavíkur heldur skotmót, Áramótið, mánudaginn 31.desember á svæði félagsins á Álfsnesi. Vegna takmarkaðs birtutíma þurfa menn að vera tilbúnir að hefja keppni kl 11:00. Keppni ætti að ljúka upp úr kl 14. Skráningu á mótið lýkur fimmtudaginn 20.des !
Skotið verður af resti á 200 metra færi á „varmint for score“ skotskífur og ræður stigafjöldi úrslitum. Skotin verða samtals 25 skot.....
..sem telja til stiga en skjóta má eins mörgum „sighterum“ á til þess gerða skífu og menn vilja. Engar takmarkanir verða á búnaði eða caliberum en musslebreak verða bönnuð sökum hávaða innandyra. (ath það er engin upphitunarskífa fyrir keppnisskotin til að stytta tíman sem fer í mótið)
Skotnar verða fimm 5 skota hrinur þar sem fyrsta hrinan stendur yfir í 10 mínútur en hinar í 7 mínútur. Sá fyrirvari er gerður á þessu að ef þátttaka verður það mikil að skjóta verði í fleiri riðlum en einum - gæti mótið verið stytt vegna þess skamma tíma sem birta varir.
Keppt verður í einum flokki: „Opnum flokki“ þar sem engar þyngdartakmarkanir eru eða takmarkanir varðandi stækkun sjónauka.
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin.
Skráning í mótið fer fram með tölvupósti á netfangið
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Skráningafresti lýkur fimmtudaginn 20. Desember. Til að auðvelda forskráningu eru menn beðnir að tilgreina tækjabúnað og hleðslu.
Mótsgjald er kr. 1000 - allt skotfólk velkomið !
|