Miðvikudagur, 16. janúar 2013 12:14 |
Ef einhverjir eru í vafa um hvaða aldurstakmörk eru í skotfimi þá skal það áréttað að ENGINN undir 15 ára aldri má skjóta af byssu á svæðum Skotfélags Reykjavíkur. Þetta er ekki eitthvað sem við höfum ákveðið heldur er þetta skýrt í gildandi vopnalögum og reglugerð um vopnalög. Við getum haft á þessu aðra skoðun en það kemur ekki í veg fyrir að landslög gilda um skotfimi í landinu. Allir skotvopnaleyfishafar eiga að vita þetta.
|