Laugardagur, 02. mars 2013 09:07 |
Ásgeir Sigurgeirsson var rétt í þessu að tryggja sér sæti í úrslitunum í loftskammbyssunni á Evrópumeistaramótinu í Danmörku. Hann varð í 4.sæti í undankeppninni, með 579 stig en átta efstu fara í úrslitin. Þar er keppt með útsláttarfyrirkomulagi en skorið úr undankeppninni fylgir ekki með. Úrslitin hefjast kl.11:15 að íslenskum tíma og verður sýnt frá keppninni á heimasíðu keppninnar hérna.
|