Afrekskvennasjóður auglýsir eftir umsóknum Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 18. nóvember 2013 16:05

isi_afmaelismerki_w250Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum.
Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður að frumkvæði Íslandsbanka í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands árið 2007. Tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim kleift að stunda íþrótt sína af krafti. Sjóðurinn hefur frá upphafi virkað sem hvatning og stuðningur við afreksíþróttakonur úr einstaklings- og hópíþróttum, sem stefna að frekari framförum og árangri í íþrótt sinni.
Umsóknarfrestur er til föstudagsins 6. desember. Nánari upplýsingar um sjóðinn og hvernig nálgast má umsóknareyðublað um styrk úr sjóðnum má finna hér.

AddThis Social Bookmark Button