Föstudagur, 27. desember 2019 08:08 |
Skotíþróttasamband Íslands hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn ársins 2019 :
Skotíþróttakarl Ársins 2019 er: Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur
Ásgeir sigraði í öllum þeim mótum sem hann tók þátt í hérlendis og er ríkjandi Íslandsmeistari í Loftskammbyssu.
- Hann varð Þýskalandsmeistari með liði sínu, SGi Ludwigsburg í Þýsku Bundesligunni í vor.
- Hann sigraði á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í lok maí.
- Á Heimsbikarmóti ISSF í Kína í lok apríl hafnaði hann í 35.sæti af 97 keppendum.
- Á Heimsbikarmóti ISSF í Brasilíu í lok ágúst varð hann í 23.sæti af 87 keppendum.
Ásgeir er sem stendur í 56.sæti á Heimslistanum og í 39.sæti á Evrópulistanum.
Skotíþróttakona Ársins 2019 er: Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur
Jórunn sigraði á flestum þeim mótum sem hún tók þátt í hérlendis.
- Hún varð Íslandsmeistari í Loftskammbyssu
- Hún varð Íslandsmeistari í 50 metra liggjandi riffli
- Hún varð Íslandsmeistari í Þrístöðuriffli
- Hún hafnaði í 58.sæti á Evrópumeistaramótinu í Króatíu
|