Gunnar Sigurðsson er látinn Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 02. október 2020 16:56

2014 gunnisigheidursfelagi srFRÁ FJÖLSKYLDU GUNNARS SIGURÐSSONAR:

Til margra ára hefur faðir okkar Gunnar Sigurðsson helgað sig skotíþróttinni á Íslandi, unnið ötullega að því að byggja upp sterkar og góðar skotsveitir, þjálfað stóran hóp fólks og starfað að mörgum verkefnum innan skotíþróttarinnar. Fórnir hans til íþróttarinnar eru ómetanlegar fyrir alla sem notið hafa góðs af, aðildarsambönd skotíþróttahreyfinga, Skotreyn og þeirra sem leiðbeiningar fengu hjá föður okkar.

En allt sem flýgur þarf niður að koma.

Það tilkynnist hér með að faðir, bróðir, afi og tengdafaðir okkar Gunnar Sigurðsson, leiðbeinandi og prófdómari, féll frá að morgni 02.10.2020 á sjúkrahúsi í Las Palmas Gran Canaria. Fjölskyldan biður alla að gefa okkur svigrúm til að meðtaka það sem komið er og fá að syrgja í friði.

Þeir sem vilja minnast Gunnars Sigurðssonar er bent á að bæta hittni á næsta ári um 10%. (Svo þessi tilkynning hljómi í anda föður okkar)

 

Fjölskylda og aðstandendur Gunnars Sigurðssonar

 

Ljósmynd: Gunnar Sigurðsson gerður að heiðursfélaga Skotfélags Reykjavíkur. Jórunn Harðardóttir formaður félagsins afhendir honum viðurkenninguna á aðalfundi félagsins árið 2014.

AddThis Social Bookmark Button