Jórunn og Davíð skotfólk ársins hjá SR Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 23. desember 2024 11:21

Stjórn félagsins hefur valið þessa sem skotíþróttafólk ársins hjá félaginu:

davidgigjabr50hammokt2024Í karlaflokki er Davíð Bragi Gígja f.1980 Skotíþróttakarl SR 2024

Davíð keppir í riffilgreininni Bench Rest, en í henni er skotið af borði með riffli á 50 metra færi. Hann varð Íslandsmeistari í greininni með þungum riffli á Íslandsmeistaramótinu sem haldið var á Akureyri. Davíð varð í öðru sæti á alþjóðlega BR50 CUP mótinu í Hamminkeln í Þýskalandi í haust.

jorunnhardarap40.jpgÍ kvennaflokki er Jórunn Harðardóttir f.1968 Skotíþróttakona SR 2024

Jórunn keppir bæði í riffil- og skammbysgreinum.

Jórunn sigraði í keppni með Loftriffli á RIG-leikunum í vor. Hún varð einnig Íslandsmeistari í þremur greinum á árinu, í keppni með Riffli í Þrístöðu, í keppni með Loftskammbyssu og Frjálsri skammbyssu.

AddThis Social Bookmark Button