Laugardagur, 19. október 2013 19:42 |
Á landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöllinni í dag setti Íris Eva Einarsdóttir úr SR nýtt Íslandsmet í loftriffli, 401,6 stig en í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir SR emð 393,5 stig. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 592,0 stig. Í öðru sæti varð Logi Benediktsson úr SFK með 561,0 stig og í þriðja sæti Þorsteinn B. Bjarnarson úr SR með 494,1 stig. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 364 stig. Í karlaflokki sigraði Thomas Viderö úr SFK með 569 stig.
|