Vormót SR í loftbyssugreinunum var haldið í Egilshöllinni í kvöld. Íris Eva Einarsdóttir vann í loftriffli með 397,8 stig, Guðmundur H. Christensen varð annar með 393,1 stig og Logi Benediktsson þriðji með 375,3 stig. Í loftskammbyssu sigraði Ásgeir Sigurgeirsson með 390 stig, Thomas Viderö varð annar með 378 stig og Jórunn Harðardóttir þriðja með 367 stig.