Arnfinnur með nýtt Íslandsmet Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 19. október 2014 15:10

arnfinnur jonsson_gkg1594Keppnistímabil Skotsambands Íslands hófst í dag, laugardaginn 18. október í Íþróttahúsinu Digranesi þar sem Skotfélag Kópavogs hélt landsmót í 50m liggjandi riffli. Arnfinnur Auðunn Jónsson, Skotfélagi Kópavogs sigraði í karlaflokki og setti hann jafnframt nýtt Íslandsmet í greininni, 619,6 stig og bætti hann gamla met Jóns þórs Sigurðssonar um 1,3 stig. Guðmundur Helgi Christensen, Skotfélagi Reykjavíkur, varð annar með 606.9 stig og Valur Richter, Skotíþróttafélagi Ísafjarðar,hreppti þriðjasætið með 603,1 stig. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir, Skotfélagi Kópavogs, með 609 sti og Jórunn Harðardótti, Skotfélagi Reykjavíkur, varð önnur með 607,8 stig.Í liðakeppni karla sigraði Skotfélag Kópavogs með 1815,9 stigum en sveitina skipuðu Arnfinnur Jónsson, Stefán Eggert Jónsson og Karl Einarsson. Í öðru sæti varð sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar, skipuð Vali Richter, Ívari Má Valssyni og Leifi Bremnes. Sveit Skotdeildar Keflavíkur varð í þriðja sæti en þá sveit skipuðu Theodór Kjartansson, Bjarni Sigurðsson og Alfreð Fannar Björnsson.

AddThis Social Bookmark Button