Sunnudagur, 08. mars 2015 16:19 |
Landsmót Skotíþróttasambands Íslands fór fram í Egilshöll á laugardaginn. Jón Þór Sigurðsson úr SFK sigraði með 517 stig. Guðmundur T. Ólafsson varð í öðru sæti á 487 stigum og Karl Kristinsson úr SR varð þriðji með 485 stig. A-sveit SR sigraði í liðakeppninni með 1388 stig. B-sveit SR varð í öðru sæti með 1269 stig og sveit Skotfélags Akureyrar varð í þriðja sæti með 1225 stig.
|