Sunnudagur, 22. mars 2015 08:58 |
Á Landsmóti STÍ í loftbyssugreinunum sem haldið var í Íþróttahúsinu að Digranesi í dag laugardag, sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR, nokkuð afgerandi með 575 stigum í loftskammbyssu karla. Nicolas Jeanne úr SFK, varð annar með 563 stig og í þriðja sæti varð Stefán Sigurðsson úr SFK með 555 stig . Í liðakeppni karla í loftskammbyssu sigraða A sveit Skotíþróttafélags Kópavogs á 1653 stigum en sveitina skipuðu Stefán Sigurðsson, Ívar Ragnarsson og Thomas Viderö. Í 2. sæti varð A sveit Skotfélags Reykjavíkur á 1635 stigum. Sveitina skipuðu Ásgeir Sigurgeirsson, Karl Kristinsson og Guðmundur Helgi Christensen. Það var svo B sveit Skotíþróttafélags Kópavogs sem hreppti 3. sætið á 1616 stigum en þá sveit skipurðu Nicolas Jeanne, Jóhann Jónsson og Jóhann A. Kristjánsson. Jórunn Harðardóttir úr SR, sigraði í loftskammbyssu kvenna á 369 stigum. Bára Einarsdóttir úr SFK varð önnur á með 355 stig og Guðrún Hafberg úr SFK varð í 3. sæti á 352 stig. Það var svo A sveit Skotíþróttafélags Kópavogs sem sigraði í liðakeppni kvenna á 1078 stigum en sveitina skipuðu Bára Einarsdótti, Guðrún Hafberg og Andrea Ösp Karlsdóttir Dagný Rut Sævarsdóttir úr SFK vann unglingaflokk kvenna með 310 stig. Guðmundur Helgi Christensen úr SR, sigraði í loftriffli karla á 555,9 stigum, í öðru sæti varð Logi Benediktsson úr SFK með 555,3 stig. Theodór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur var þriðji með 542,8 stig. Í loftriffli kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 395,4 stig. Arnar Hörður Bjarnason úr SFK sigraði í unglingaflokki með448,8 stig.
|