HM í haglabyssu lokið Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 18. september 2015 07:45

skeet vinchanc 013_sk125 issfskeet ant terras 028_sk125 issfskeet gabr rosetti 044_sk125 issfHeimsmeistaramótinu í haglabyssu er nú lokið. Okkar menn stóðu sig með prýði í skeet en Sigurður U. Hauksson varð í 81.sæti með 114/125 stig (22-23-24-25-20), Örn Valdimarsson varð í 90.sæti með 113/125 stig (24-22-23-23-21) og Hákon Þ. Svavarssonendaði í 96.sæti með 112/125 stig (23-23-23-23-20). Skorið heldur lægra en þeir hafa verið að ná undanfarið en flott frammistaða á stærsta móti ársins, þar sem keppendur voru 150 talsins. Vincent Hancock frá USA sigraði eftir bráðabana í úrslitum við Anthony Terras frá Frakklandi, en hann jafnaði heimsmetið í undankeppninni með fullu húsi 125/125 stig. Í þriðja sæti varð svo Ítalinn Gabriele Rosetti. Sjá má úrslitakeppnina nánar hérna og síðan undankeppnina á þessari slóð.  ©2015ISSF|Photo:Nicolò Zangirolami

AddThis Social Bookmark Button