Sunnudagur, 01. nóvember 2015 18:03 |
Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði á landsmóti STÍ sem haldið var í Digranesi í dag. Skorið var 618,0 stig. Í kvennaflokki varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur í öðru sæti með 600,0 stig. Í liðakeppninni í karlaflokki varð A-sveit SR í öðru sæti með 1779,5 stig en auk Guðmundar Helga skipuðu sveitina þeir Þórir Kristinsson (584,5) og Þorsteinn B. Bjarnarson (577,0) Nánar um mótið á heimasíðu STÍ.
|