Sunnudagur, 13. mars 2016 10:42 |
Landsmót STÍ í Grófri skammbyssu fór fram á Akureyri í gær. Grátar M.Axelsson úr Skotfélagi Akureyrar sigraði með 515 stig, annar varð Þórður Ívarsson úr SKotfélagi Akureyrar með 501 stig og í þriðja sæti hafnaði Jórn Á. Þórisson úr Skotfélagi Reykjavikur með 461 stig. Í liðakeppni varð Sveit Skotfélags Akureyrar efst með 1,462 stig en sveitin var skipuð þeim Grétari og Þórði ásamt Þorbjörgu Ólafsdóttur. Í öðru sæti var sveit Skotfélags Reykjavíkur en hana skipuðu ásamt Jóni þeir Engilbert Runólfsson og Ólafur Gíslason.
|