Laugardagur, 31. desember 2016 15:45 |
Áramótið í riffli var haldið á Álfsnesi í dag. Skráðir voru 16 keppendur og var skotið 10 skotum á 100 metra færi og 10 skotum á 200 metrum. Sigurvegari varð Stefán Eggert Jónsson með 197 stig (99+98), annar varð Pálmi S.Skúlason með 193 stig (98+95) og þriðja sæti voru jafnir með 190 stig þeir Hjörtur Stefánsson (92+98) og Hilmir Valsson (94+96). Fleiri myndir frá mótinu verða inná Feisbúkk síðu félagsins.
|