Eitt fjölmennasta loftriffilmót sem haldið hefur verið á Íslandi var haldið í dag í aðstöðu Skotfélags Reykjavíkur, elsta íþróttafélagi landsins sem heldur nú í ár upp á 150 ára afmæli sitt.
Í kvennaflokki varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 396,0 stig, önnur varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 368,1 stig og í þriðja sæti Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 362,7 stig. Íslandsmeistarar í liðakeppni kvenna varð sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 983,0 stig en sveitina skipa Bára Einarsdóttir, Guðrún Hafberg og María A. Clausen. Í öðru sæti varð sveit Skotfélags Reykjavíkur með 964,3 stig en þá sveit skipuðu Jórunn Harðardóttir, Þórey Inga Helgadóttir og Viktoría E. Bjarnarson.
Theódór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur varð Íslandsmeistari í karlaflokki með 555,7 stig, annar varð Róbert V. Ryan úr Skotfélagi Reykjavíkur með 548,9 stig og í þriðja sæti varð Breki Atlason úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 542,8 stig. Íslandsmeistarar í liðakeppni karla varð Sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1.599,7 stig en sveitin var skipuð þeim Róbert V.Ryan, Þóri Kristinssyni og Þorsteini B. Bjarnarsyni. Í öðru sæti varð A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1.510,6 stig en sveitina skipuðu þeir Bjarni Valsson, Jón V. Björnsson og Breki Atlason. Í þriðja sæti varð sveit Skotdeildar Keflavíkur með 1.434,5 stig en hana skipuðu Theódór Kjartansson, Richard B. Bushing og Magnús Guðjón Jensson. Í unglingaflokki varð Richard B. Busching Íslandsmeistari með 452,8 stig, annar varð Magnús Guðjón Jensson með 426,0 stig og í þriðja sæti Einar Hjalti Gilbert með 422,5 stig. Þeir skipuðu unglingasveit Skotdeildar Keflavíkur og er árangur þeirra nýtt liðamet í unglingaflokki karla, 968,6 stig. Íslandsmeistari unglinga í kvennaflokki varð Viktoría E. Bjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 302,4 stig. Fleiri myndir frá keppninni eru hérna.
|