Reykjavíkurmeistaramótið í loftbyssugreinunum var haldið í Egilshöllinni 19.apríl s.l. Í unglingaflokki kvenna sigraði Viktoría E. Bjarnarson úr SR á nýju Íslandsmeti 335,0 stig. Í unglingaflokki karla sigraði Magnús G. Jensson úr SK en hann var í sveit Skotdeildar Keflavíkur sem bætti eigið Íslandsmet með 1,398.1 stig. Í loftriffli kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 392,4 stig. Jórunn sigraði einnig í loftskammbyssu kvenna með 372 stig. Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 577 stig.